IsNord er tónlistarhátíð sem leggur áherslu á íslenska/norræna tónlist. Hátíðin er fer fram í Borgarfirði og hafa tónleikarnir farið fram á ýmsum stöðum.  T.d. Borgarneskirkju, Reykholtskirkju, Surtshelli og Grábrókargíg.

 Á hátíðinni eru dregnar fram perlur frá íslenskum tónskáldum í bland við það besta frá Norðurlöndunum og okkar sameiginlegi tónlistararfur gerður aðgengilegur.

Von þeirra sem standa að IsNord er að með þessu verði norræn tónlist og sérstaklega íslensk tónlist aðgengilegri almenningi. 

Markmið hátíðarinnar er að fylgjast með því sem er að gerast hjá ungum tónskáldum en einnig að flytja sígild verk eldri tónskálda sem mættu heyrast oftar.

Hátíðin leggur einnig mikið upp úr að í hópi flytjenda og tónskálda séu listamenn sem eru búsettir í eða ættaðir úr Borgarfirði.

Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari. Meðstjórnandi er Margrét Guðjónsdóttir.