Dagskrá 2014

Hátíðin fer fram 9.-15. júní en hátíðin er tíu ára á þessu ári og mun Trio Danois m.a. frumflytja á hátíðinni nýtt verk eftir tónskáldið Tryggva Baldvinsson sem pantað var sérstaklega fyrir þetta tilefni.

 

Mánudaginn 9. júní kl. 16.00 í Reykholtskirkju.  Tónar frá Einarsnesi.

Einarsnes er bær rétt ofan við Borgarnes og þaðan hefur komið mjög efnilegt listafólk og munu þau bjóða upp á fjölbreytta efnisskrá.  Þar eru mest áberandi systurnar Soffía (Hljómsveitin Brother Grass) Kristín Birna, Karítas og Sigríður Þóra Óðinsdætur en fleiri koma þó að tónleikunum.

 

Laugardaginn 14. Júní kl. 16.00 í Borgarneskirkju: Trio Danois

Trio Danois er nýtt tríó, skipað hornleikaranum Pernille Karlslev og píanistunum Morten Fagerli og Jónínu Ernu Arnardóttur, það var stofnað 2013 og mun á árinu 2014 halda tónleika í Noregi, Danmörku, Færeyjum og Eystrasaltslöndunum.  Tónleikarnir á IsNord verða íslandsheimsókn tríosins en tónlistin er frá þessum löndum og er tilefnið að minnast þess að 200 ár eru síðan þessi lönd (fyrir utan Eystrasaltslöndin) voru undir sömu stjórn.

 

Sunnudagurinn 15. Júní kl. 16.00 í Borgarkirkju: Nordic Affect

Halla Steinunn Stefánsdóttir fiðluleikari og Guðrún Óskarsdóttir semballeikari munu spila barrokktónlist í gömlu kirkjunni á Borg, sem hæfir tilefninu vel. 

 

 

 

 

 

Dagskrá 2013

 

Hátíðin hefst fimmtudaginn 13. júní með tónleikum hljómsveitanna Waveland en hana skipa Birgir Þórisson, Björn Breiðfjörð Gíslason, Erna Jóhannesdóttir, Ingi Björn Róbertsson, Margrét G. Thoroddsen og Viðar Engilbertsson og Quintet Heimis Klemenzsonar en hana skipa Heimir Klemenzson, Jakob G. Sigurðsson, Páll S. Eydal, Rakel Pálsdóttir og Þórður H. Guðjónsson. Tónleikarnir fara fram í Hjálmakletti og hefjast kl. 20.30.

 

Föstudaginn 14. júní verða tónleikar í Reykholtskirkju kl. 20.30 þar sem Margrét Brynjarsdóttir kontraaltsöngkona kemur fram ásamt Jónínu Ernu Arnardóttur píanóleikara. Margrét er að útskrifast í vor með meistaragráðu í söng frá Tónlistarháskólanum í Osló og hefur meðal annars sungið með norska einsöngvarakórnum og komið fram með Royal Liverpool Philharmonic Orchestra í Betlaraóperu B. Brittens.

 

Laugardaginn 15. júní verða útitónleikar í Englendingavík í Borgarnesi en tónleikarnir eru í samvinnu við Edduveröld en þennan dag verður ýmislegt um að vera í víkinni fögru. Tónleikarnir hefjast kl. 16.00

 

Hátíðinni lýkur svo á tvennum tónleikum á sunnudeginum 16. júní. Um er að ræða nýung á hátíðinni en þá munu tónlistarkonurnar Theodóra Þorsteinsdóttir og Zsuzsanna Budai bjóða heim til sín á stofutónleika. Stofutónleikarnir verða eitthvað styttri í tímalengd en venjulegir tónleikar og þær bjóða til sín góðum gestum sem koma fram með þeim. Léttar veitingar verða í boði á hvorum tónleikastað. Tónleikarnir hjá Theodóru hefjast kl. 14.30 og hjá Zsuzsönnu kl. 16.00, þannig að gestum gefst góður tími til að ganga á milli tónleika ef þeir vilja fara á báða tónleikana. Vert er að geta þess að sökum þess að tónleikarnir eru á heimilum listamannanna þá verða einungis fimmtíu miðar í boði á hvora tónleika.

 

 

Dagskrá 2012

 

Föstudaginn 8. júní kl. 20.30 í Reykholtskirkju

 

Gissurar Páll Gissurarson tenór og Árni Heiðar Karlsson píanóleikari.  

Þeir munu flytja íslensk sönglög úr ýmsum áttum.  Gissur þarf vart að kynna fyrir íslenskum áheyrendum en hann hefur farið á kostum undanfarið  í La Boheme í íslensku óperunni og sem einsöngvari með t.d. Karlakórnum Fóstbræðrum.  Árni hefur bæði bakgrunn í klassík og jazz og hefur m.a. gefið út tvo geisladiska með eigin tónlist.

Laugardaginn 9. júní kl. 16.00 í Borgarneskirkju.

 

Jónína Erna Arnardóttir og Morten Fagerli flytja fjórhentar píanóperlur frá Noregi og Íslandi.  M.a. flytja þau norska dansa eftir Grieg og fjórhenta útgáfu af Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson sem sjaldan heyrist.  Einnig munu þau flytja einleiksverk.  Jónína og Morten námu tónlist við Grieg akademiet í Noregi fyrir fimmtán árum en hafa síðan komið fram á ótal tónleikum en eru nú að spila fjórhent saman í fyrsta sinn.

 

 

Fimmtudaginn 21. júní kl. 21.00 við Álftanes á Mýrum

 

Útitónleikar á sumarsólstöðum

Karlakórinn Söngbræður syngur lög um sumar og sól

Stjórnandi Viðar Guðmundsson


 

 

Dagskrá 2011

 

Föstudagur 10. júní kl. 20.30 í Borgarnesskirkju.

 

Er sumarið kom yfir sæinn

Dagskrá með sönglögum eftir Sigfús Halldórsson.

Kynnir verður Gunnlaugur Sigfússon

Guðrún Ingimars sópran, Bergþór Pálsson baritón og Jónína Erna Arnardóttir píanóleikari.

 

Laugardagur 11. júní kl. 16.00 í Reykholtskirkju.

 

Ástríður og Chopin

Ástríður Alda Sigurðardóttir píanóleikari leikur verk eftir F. Chopin. 

 

Sunnudagur 12. júní kl. 16.00

 

Voces Thules í Stefánshelli (Surtshellakerfinu)

Sönghópurinn flytur miðaldatónlist í magnaðri náttúru.

 

 

 

sjá dagskrá 2010 

sjá dagskrá 2009

sjá dagskrá 2008

sjá dagskrá 2007