Þátttakendur á IsNord 2008

 

Danski tenórinn David Danholt hefur vakið mikla athygli í heimalandi sínu og fengur að fá hann á IsNord.  Hann fékk m.a. nýlega verðlaun danskra gagnrýnenda og mun af því tilefni koma fram á tónleikum í Tívolí í ágúst.

 

Að fá Knut Ketting til að halda fyrirlestur um Carl Nielsen og konu hans Anne Marie er líka mikill fengur.  Hann er einn helsti sérfræðingur um Nielsen og verk hans.  Hann er í forsvari fyrir Carl Nielsen stiftelsen í Danmörku og vinnur að ævisögu Carl Nielsen.

 

Hljómsveitina Hjaltalín þarf varla að kynna fyrir íslenskum áheyrendum en þau hafa vakið mikla athygli sl. ár. Hægt er að kynna sér betur tónlistina á myspace síðunni þeirra.

 

Tango for tre er merkileg hljómsveit á margan hátt.  Í fyrsta lagi þá eru fjórir í hljómsveitinni og síðan eru þeir frá Noregi, en Noregur hefur hingað til ekki verið talinn til blóðheitari landa í tangótónlist!  Þeir eru engu að síður alveg magnaðir enda valinn maður í hverju rúmi.  Ekki skemmir fyrir að Bryndís og Hany sýna áhorfendum nokkur spor og einnig fá áhorfendur að liðka sig örlítið.

 

Húsafellsættin er stór og margir af henni hafa gengið tónlistarbrautina.  Einnig tengist ættinni fjöldi tónlistamanna.  Best er að kíkja á heimasíðuna þeirra til að kynna sér betur hvað þau eru að fást við.