Dagskráin 2008

 

Föstudaginn 13. júní

Í Gamla Mjólkursamlagin kl. 20.00

Hljómsveitin Hjaltalín í Gamla Mjólkursamlaginu.  Hljómsveitin hefur vakið mikla athygli og fékk m.a. nýlega sjö tilnefningar til íslensku tónlistarverðalaunanna.  Hjaltalín sameinar á skemmtilegan hátt popptónlist og klassíska hefð.  Tónleikar sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

 

Laugardaginn 14. júní:

Fyrirlestur í Tónlistarskóla Borgarfjarðar kl. 14.00 um Carl Nielsen og Anne Marie Brodersen/Nielsen. Knut Ketting frá Carl Nielsen stiftelsen i Danmörku.

 

Tónleikar í Borgarneskirkju kl. 16.00 með tónlist eftir Carl Nielsen (og fleiri Dani), en lágmyndin af Agli með son sinn Böðvar látinn sem staðsett er í Skallagrímsgarði er eftir eiginkonu hans Anne Marie.  Fyrirlestur um þau hjón verður á undan tónleikunum í Tónlistarskólanum .  Frábær ungur tenór David Danholt sem fékk nýlega dönsk verðlaun ungra söngvara kemur og syngur en Jónína Erna Arnardóttir mun leika með á píanó.  Tónlistaratriði verður við lágmyndina í garðinum í tengslum við hátíðina.

 
Kl. 20.30  Tangótónleikar og “ball”á Hótel Borgarnesi, Tango for tre (norsk tangóhljómsveit með fjóra meðlimi) leikur vel valda tangótónlist og íslenska tangóparið Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya munu sýna og leiða áhorfendur í tangó. 

 

Sunnudaginn 15. júní kl. 16.00.

Tónleikar í Reykholtskirkju.    Húsafell er fornt höfuðból og einn frægasti og fegursti staður á landinu.  Þaðan kemur óvenju margt listafólk og hefur tónlistafólk ættarinnar að frumkvæði IsNord sett saman frábæra tónleika.  Meðal flytjenda verða Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Ástríður Alda Sigurðardóttir, Margrét Þorsteinsdóttir, Páll á Húsafelli og margir fleiri sjá nánari upplýsingar á heimasíðu Húsafellsfólks.