Þáttakendur 2006

 

  • Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
  • Guðmundur Óli Gunnarsson
  • Kammerkór Vesturlands
  • Dagrún Hjartardóttir
  • Davíð Ólafsson
  • Þórunn Ósk Marinósdóttir 
  • Bára Grímsdóttir
  • Diddi fiðla
  • Steindór Andersen
  • Eygló Dóra Davíðsdóttir
  • Gunnar Guðbjörnsson
  • Jónína Erna Arnardóttir

 

Hér fyrir neðan er að finna yfirlit í stafrófsröð yfir feril þátttakenda.

 

Bára Grímsdóttir söngkona og tónskáld hefur um langt árabil verið flytjandi íslenskra þjóðlaga og kvæðalaga. Hún ólst upp við kveðskap og söng foreldra sinna og afa og ömmu í Grímstungu í Vatnsdal. Þegar fjölskyldan flutti suður til Reykjavíkur gerðust foreldrar hennar félagar í Kvæðamannafélaginu Iðunni og fór Bára jafnan með þeim á fundi og í sumarferðir félagsins.

Bára hefur sérstakan áhuga á rímum og kvæðalögum en hefur einnig kynnt sér hinn fjölbreytilega þjóðlagaarf liðinna alda, bæði veraldlegan og trúarlegan. Hún hefur sungið með Sigurði Rúnari Jónssyni og Njáli Sigurðssyni og þjóðlagahópnum Emblu og hafa þau komið fram á tónleikum á Íslandi og víða í Evrópu og Norður Ameríku.

 

Dagrún Hjartardóttir hóf söngnám við Söngskólann í Reykjavík frá árinu 1985 – 1990 og lauk hún þaðan 8.stigi. Aðalkennarinn hennar þar var Ólöf Kolbrún Harðardóttir.
Hún hefur einnig verið meðlimur í Kór Íslensku óperunnar frá 1987. Dagrún stundaði framhaldsnám í söng við Franz Liszt Tónlistarakademíuna í Budapest haustið 1990 hjá Sándor Solyom-Nagy og að því loknu sótti hún einkatíma hjá Mariu Teresu Uribe, söngkonu við Ríkisóperuna þar í borg.
Haustið 1994 hóf Dagrún að kenna söng við Tónlistarskóla Borgarfjarðar auk þess sem hún hefur sungið einsöng með fjölmörgum kórum, stjórnað nokkrum kórum, tekið að sér raddþjálfun kóra og staðið fyrir meistaranámskeiðum í söng.
Hún hefur einnig tekið þátt í meistaranámskeiðum hjá Helene Karuso, Kurt Widmer, Oren Brown, Paul Farrington auk þess að nema fræði Jo Estill um starfsemi raddarinnar á námskeiðum Level One og Level Two sem heita EVTS, (Estill Voice Training Systems).

 

 

Davíð Ólafsson bassi stundaði nám við Tónlistarskólann í Keflavík hjá Árna Sighvatssyni, Nýja Tónlistarskólann hjá Sigurði Demetz, Keith Reed og Signýju Sæmundsdóttur og við Söngskólann í Reykjavík, þar sem aðalkennari hans var Guðmundur Jónsson. Þá hélt hann til framhaldsnáms við óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg, en meðal kennara hans þar voru Helene Karusso og Norman Shetler.

Að námi loknu var Davíð fastráðinn við Óperuna í Lübeck í tvö ár, auk þess sem hann hefur verið gestasöngvari við óperuhús í Sviss, Austurríki, Þýskalandi og San Francisco í Bandaríkjunum.

Hann hefur haldið fjölda tónleika á Íslandi og á meginlandi Evrópu. Meðal hlutverka sem Davíð hefur sungið eru Leporello í Don Giovanni, Doktor Bartolo í Brúðkaupi Fígarós, John Falstaff í Kátu konunum frá Windsor, Sarastró í Töfraflautunni. Í Lübeck söng hann hlutverk Don Alfonso í Cosi fan tutte eftir Mozart vorið 2001 og sumarið 2002 söng hann hlutverk Don Basilio í Rakaranum í Sevilla á óperuhátíð