25. maí 2014

0

Tíu ára afmæli IsNord tónlistarhátíðarinnar

Hátíðin fer fram 9.-15. júní en hátíðin er tíu ára á þessu ári og mun Trio Danois m.a. frumflytja á hátíðinni nýtt verk eftir tónskáldið Tryggva Baldvinsson sem pantað var sérstaklega fyrir þetta tilefni.

Dagsskráin verður fjölbreytt, en hæfileikaríkt tónlistarfólk úr Einarsnesi ríður á vaðið 9. júní, síðan er röðin komin að Norræna tríóinu Trio Danois og að lokum barrokk á Borg.  Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi.  Nánari dagskrá er undir dagskrárflipanum en miðaverð er sem fyrr 2000 kr.

Gleðilega hátíð!