18. apríl 2013

0

IsNord tónlistarhátíðin 2013

-Hátíðin verður haldin dagana 13.-16. júní næstkomandi.  Að venju verður dagskráin fjölbreytt og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Meðal flytjenda verða hljómsveitirnar Waveland og Quintett Heimis Klemenzsonar og listakonurnar Margrét Brynjarsdóttir, Zsuzsanna Budai, Theodóra Þorsteinsdóttir og Jónína Erna Arnardóttir.  Einnig mun hátíðin að vanda luma á einni uppákomu utandyra.

Sjá nánar undir Dagskrá IsNord

Miðaverð er kr. 2000 en 1500 á stofutónleikana. Ókeypis verður á útitónleikana.  Miða er hægt að kaupa á midi.is og við innganginn.