8. júní 2011

0

Leiðarlýsing í Surtshelli/Stefánshelli

Frá tónleikum í Grábrókargíg
Frá Borgarnesi er um það bil klukkutíma akstur í Surtshelli, tveir tímar frá Reykjavík.  Farið er eftir Borgarfjarðarbraut og eins og verið sé að fara í Húsafell.  Afleggjarinn er skammt frá bænum Kalmannstungu og hægt er að aka að honum bæði yfir brúna yfir Hvítá hjá Bjarnastöðum og þar áfram eða fara í Húsafell og þar áfram og að afleggjaranum í Surtshelli.  Afleggjarinn er malarvegur í ekkert allt of góðu ástandi þannig að best er að fara rólega, en fær öllum bílum.