Vígþór Sjafnar stundaði söngnám við Tónlistarskóla Austur-Héraðs á Egilsstöðum, lauk þaðan 8. Stigi vorið 2004 og fór til Bandaríkjanna þá um haustið til frekara náms. Vorið 2008 útskrifaðist hann sem Bachelor of Music með söng sem aðalgrein frá New England Conservatory í Boston með „akademískum” heiðri og nú í maí lauk hann námi til meistaragráðu í söng við University of Missouri Kansas City – Conservatory of Music and Dance.


Meðal hlutverka sem Vígþór Sjafnar hefur sungið á síðustu árum eru titilhlutverkið í Albert Herring, John Jasper í söngleiknum The Mystery of Edwin Drood, Nornin í Hans og Grétu, Aristée/Pluto í Orfeus í Undirheimum, Valère í Tartuffe og Tamino í Töfraflautunni svo fátt eitt sé nefnt.


Vorið 2010 kom Vígþór Sjafnar fram sem Prinsinn og Stjúpmóðirin í einþáttungsóperunni Öskubusku en hún er byggð á samnefnu ævintýri og textinn sunginn við frægar óperuaríur og dúetta. Öskubuska er samvinnnuverkefni Lyrísku Óperunnar í Kansas City og grunnskóla í fylkjunum Kansas og Missouri.


Auk framangreinds hefur Vígþór Sjafnar tekið þátt í fjölda tónleika og sýninga bæði hérlendis og erlendis.


Í maí 2009 var Vígþór Sjafnar valinn framúrskarandi listnemi Kópavogsbæjar árið 2009.