Guðrún Ingimarsdóttir er uppalin á Hvanneyri í Borgarfirði.  Hún stundaði söngnám við Söngskólann í Reykjavík undir handleidslu Elínar Òskar Òskarsdóttur og lauk þaðan námi með hæstu einkunn.  Guðrún hélt síðan til Lundúna þar sem hún stundaði söngnám hjá próf. Vera Rozsa um tveggja ára skeið.  Àrið 1995 hóf hún framhaldsnám við einsöngvaradeild tónlistarháskólans í Stuttgart, hjá hinni heimsfrægu söngkonu Sylviu Geszty og í óperudeild skólans .  Guðrún sótti allmörg söngnámskeið.  Meðal kennara eru Robin Bowman, Janet Perry og Elly Ameling.

Síðan námi lauk hefur Guðrún starfað sem söngkona í Þýskalandi og fleiri löndum á meginlandi Evrópu.

 

Guðrún hefur tekið þátt í fjölmörgum óperuuppfærslum í Þýskalandi, Sviss, Englandi og Ìslandi.  Meðal hlutverka sem hún hefur sungið eru: Despina í Cosi fan tutte, Blondchen úr Brottnáminu úr kvennabúrinu, Næturdrottningin úr Töfraflautunni, Gréta í Hans og Grétu, Titania í Álfadrottningu Purcells, Kurfürstin í Fuglafangara Zellers og Adele í Leðurblökunni.

 

Guðrún hefur komið fram á fjölda tónleika víða um Evrópu.  Ber þar  að nefna uppfærslur á Carmina Burana í útvarpsal útvarpsins í Frankfurt og  í Istanbúl, jólatónleika í beinni útsendingu hjá Hessischer Rundfunk, tónleikaferð um Ìtalíu med Exultate Jubilate eftir Mozart og tónleikar í Bayerische Staatsoper svo að nokkur dæmi  séu nefnd.

 

Ì flutningi kirkjutónlistar tekur Guðrún einnig virkan tátt. Hún hefur sungid Sálumessu Fauré´s in Sviss,Englandi, Portúgal og Tyskalandi. Sköpunina eftir Haydn Sálumessu Mozart´s, óratoríur og kantötur Bach´s.

 

Flutningur óperettutónlistar hefur einnig verið veigamikill í starfi Guðrúnar í Þýskalandi og hefur hún sungid á meira en 60 nýárstónleikum vítt og breitt um Þýskaland og Austurríki og verið sæmd heiðursorðu Johanns Strauss félagsins í Þýskalandi.

 

Guðrún hefur hlotið viðurkenningar fyrir söng sinn.  Ber þar hæst að nefna að hún vann til verðlauna í alþjóðlegu Erika Köth söngkeppninni í Þýskalandi 1996.