Dagskrá IsNord er glæsileg og óvenju skrautleg þetta árið, enda tengjast leiklist og tónlist saman á skemmtilegan hátt á tónleikunum.
Föstudagur 8. júní kl. 20.30: Á Indriðastöðum í Skorradal. Tónleikar með leikhústónlist eftir Kjartan Ragnarsson. Hljómsveit og söngur, grín og gaman. Kjartan Ragnarsson verður “veislustjóri”. Jóhann Sigurðarson leikari, Halldóra Friðjónsdóttir söngur, Íris Guðbjartsdóttir trúbador, leikhúsband og Kammerkór Vesturlands. Laugardagur 9. júní kl.16.00: Borgarneskirkja: Veisla úr leikhúsinu: Tónlist úr m.a. Pétri Gauti, Pilti og Stúlku, Gullna Hliðinu og Dansinum í Hruna. Guðrún Ingimarsdóttir sópran, Bergþór Pálsson baryton og Jónína Erna Arnardóttir píanó, auk Trausta Jónssonar veðurfræðings sem mun leiða okkur um söguþráð þessara leikrita. Sunnudagur 10. júní kl. 16.00: Í gíg Grábrókar : Tónleikar með tónlist úr Fjalla-Eyvindi og Skugga-Sveini. Fram koma m.a. Guðrún Ingimarsdóttir sópran, Bergþór Pálsson baritón og Guðmundur Þorvaldsson leikari, Hljómskálakvintettinn auk félaga úr Kammerkór Vesturlands.
Aðgangseyrir að öllum tónleikunum er 1.500 kr. Ókeypis fyrir börn yngri en 16 ára. |